Nú er ljóst að leikur ÍBV og Fram fer fram á réttum tíma en ekki var á hreinu hvort Eyjamenn kæmust upp á fastalandið, þar sem ekkert hefur verið flogið til Eyja í dag. Nokkrir einkaflugmenn í Eyjum tóku sig til og eru um þessar mundir að fljúga með ÍBV-liðið yfir sundið, upp á Bakkaflugvöll en þaðan verður keyrt í höfuðborgina.