Þingmenn Suðurkjördæmis funduðu í dag með Kristjáni Möller, samgönguráðherra um málefni Landeyjarhafnar og Herjólfs. Á fundinum var rætt um mögulega fjölgun ferða, þá sérstaklega að bæta við morgunferðum við vetraráætlun. Eygló Harðardóttir, þingmaður sagði að þingmannahópurinn hafi beðið töluvert lengi eftir þessum fundi en því miður væri niðurstaða fundarins óljós.