Flest okkar telja lýðræðið eitt það mikilvægasta sem við eigum og jafnan tölum við oftast um það sem eðlilegan og sjálfsagðan þátt í daglegu lífi. En ef betur er að gætt er lýðræðið ekkert sjálfgefið og við þurfum ætíð að vera á verði, ef við eigum ekki að glata þessum dýrmætu réttindum okkar. Þess vegna ber okkur að rækta þennan rétt okkar og virkja hann alltaf þegar tækifæri gefst til þess.