Nú hefur Karl Haraldsson tekið til starfa hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja og mun hann sinna allri allmennri golfkennslu fyrir GV. Þar á meðal unglinga- og krakkastarfi, hópkennslu og einkakennslu fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir. Fljótlega verður boðið upp á hópkennslu fyrir byrjendur og konur en það er frábært tækifæri fyrir þá sem vilja prófa golfíþróttina.