Nú er búið að opna kjörstað í Vestmannaeyjum en kjörstaður er í Barnaskóla Vestmannaeyja. Gengið er inn um norður- og suðurdyr skólans og er aðgengi fatlaðra um norðurdyr. Kjörfundur hófst klukkan 9:00 og lýkur klukkan 22:00 í kvöld. Þrír listar eru í boði, D-listi Sjálfstæðismanna, V-listi Vestmannaeyjalistans og B-listi Framsóknarmanna. Vestmannaeyjabæ er skipt í tvær kjördeildir og má sjá skiptinguna og nöfn frambjóðenda hér að neðan. Fylgst verður með niðurstöðu kosninganna hér á Eyjafréttum.