Eyjamenn tóku á móti Breiðabliki í fyrsta heimaleik sínum í dag. Allar aðstæður voru eins og best verður á kosið, sól og blíða og Hásteinsvöllur leit vel út. Eyjamenn byrjuðu af fítonskrafti í leiknum og virtust hreinlega vera sundurspila léttleikandi lið Breiðabliks. En allt kom fyrir ekki, það var eins og það vantaði herslumuninn í sóknarleiknum og það átti reyndar við hjá báðum liðum. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Blikar komust svo yfir snemma í þeim síðari en Tryggvi Guðmundsson skoraði jöfnunarmarkið í fyrsta heimaleik sínum á Hásteinsvelli í þrettán ár. Lokatölur 1:1.