„Mér fannst við fá opnari færi í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik. En það var svo sem ágætt að ná jafntefli fyrst við lentum undir. Það vantaði oft síðustu sendinguna hjá okkur til að opna færin almennilega. Mér fannst við fá fjögur eða fimm góð tækifæri til að opna vörn Blikanna upp á gátt í fyrri hálfleik en það vantaði alltaf herslumuninn. Það verður hins vegar ekki tekið af Blikunum að þeir vörðust vel. Það er alltaf talað um þá sem frábært sóknarlið en mér finnst þeir ekkert síðri í varnarleiknum því þeir voru alltaf mættir til baka,“ sagði Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBVeftir jafnteflið við Breiðablik í gær, 1:1.