Þrjú fíkniefnamál komu upp í vikunni. Þann 1. júní síðastliðinn var maður á fimmtugsaldir stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Í framhaldi var gerð húsleit í húsakynnum í eigu mannsins og fundust þar lítilsháttar af kannabisefnum. Þá fundust 5 grömm af amfetamíni á víðavangi 2. júní en efnið var í svokölluðum söluumbúðum. Ekki er vitað hver eigandi efnanna er.