Varnarmaðurinn bráðefnilegi, Eiður Aron Sigurbjörnsson, skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum hjá úrvalsdeildarliði ÍBV. Samningurinn gildir nú út tímabilið 2013 en þrátt fyrir að vera aðeins tvítugur, þá hefur Eiður verið fastamaður í ÍBV liðinu síðustu tvö tímabil. Eiður hefur leikið 29 leiki fyrir ÍBV í Íslandsmóti og bikarkeppni og skorað í þeim tvö mörk.