Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U-21 árs landsliðsins í knattspyrnu hefur valið Þórarinn Inga Valdimarsson í leikmannahópinn fyrir næsta leik. Ísland leikur afar mikilvægan leik gegn Tékklandi í síðasta leik sínum í riðlakeppni Evrópukeppninnar en Ísland er sem stendur í öðru sæti riðilsins og hefur þegar tryggt sér sæti í umspili fyrir lokakeppnina. Ísland á reyndar enn möguleika á efsta sætinu en verður að treysta á hagstæð úrslit úr leik Þýskalands og Tékklands um helgina.