Nú er hálfur annar mánuður síðan Landeyjahöfn var formlega opnuð fyrir siglingar Herjólfs milli lands og Eyja. Þegar hafa yfir 70 þúsund manns tekið sér far með Herjólfi, en það eru 170% fleiri en fóru á sama tíma í fyrra enda greiðir styttri tími á sjó leiðir Eyjamanna og ferðafólks mjög. Hafa siglingar gengið að óskum þessar fyrstu vikur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst