Í fréttatilkynningu frá Sterna, sem sér um rútuferðir til og frá Landeyjahöfn, kemur fram að reynt verði að koma til móts við farþega Herjólfs í breyttri áætlun. Á morgun, miðvikudaginn 8. september verður rúta í Landeyjahöfn þegar Herjólfur fer í sína fyrstu ferð en ekki verður farið frá Hvolsvelli fyrr en klukkan 9:00 samkvæmt áætlun. Nánari útlistun á rútuferðum má sjá í fréttatilkynningu hér að neðan.