Herjólfur siglir ekki til Landeyjahafnar í dag en þetta er þriðji dagurinn í röð sem ekki er hægt að sigla til hafnarinnar nýju. Skipið sigldi í morgun til Þorlákshafnar til að flytja bæði fólk og vörur til Eyja en verulega er farið að vanta nauðsynjavörur í Eyjum. Fyrirhugað var svo að fylgja ferðinni til Þorlákshafnar eftir með tveimur ferðum til Landeyjahafnar en nú hafa þær ferðir verið blásnar af.