Brottför Herjólfs frestað vegna leiks Selfoss og ÍBV
14. september, 2010
Ákveðið hefur verið að seinka stoppdögum Herjólfs en þeir höfðu áður verið ákveðnir eftir hádegi 21. september, fyrir hádegi 22. september, 29. september og 30. september. Dagarnir eru notaðir til viðhalds á skipinu og var bæjarráð Vestmannaeyja búið að samþykkja dagana. Þeim hefur nú verið frestað þannig að Herjólfur mun ekki sigla tvær síðari ferðirnar 5. okt. og tvær fyrri ferðirnar 6. okt. og síðan tvær síðari ferðirnar 12. okt. og tvær fyrri ferðirnar 13. okt. Þetta er miðað við Landeyjahöfn.