Samgönguráðherra segir langtímalausn í málefnum Landeyjahafnar felast í því að kaupa nýja ferju. Ekki sé endalaust hægt að moka peningum í sandinn í Landeyjahöfn. Yfirhönnuður Landeyjahafnar segir ástandið þar vera eðlilega byrjunarörðugleika. Landeyjarhöfn hefur nú verið lokuð í níu daga eftir að Herjólfur tók niðri í höfninni. Dýpkunarskipið Perla bíður þess að komast að höfninni til að geta dælt sandi þaðan. Vegna hvassvirðis og ölduhæðar hefur skipið ekki getað athafnað sig frá því á laugardag.