Um 3.000 rúmmetrum af sandi hefur verið dælt úr mynni Landeyjahafnar í dag. Stýrimaður dæluskipsins býst við að það taki þrjá til fjóra daga að opna höfnina fyrir Herjólf. Dýpkunarskipið Perla þurfti að hætta dýpkun í Landeyjahöfn á laugardaginn vegna veðurs og ölduhæðar. Eftir þriggja daga bið í Vestmannaeyjum sigldi áhöfnin á Perlu frá Eyjum á fimmta tímanum í morgun og hóf dýpkun í Landeyjahöfn á sjöunda tímanum.