Hinir sívinsælu laugardagsfundir Sjálfstæðisflokksins hefjast á ný núna á laugardaginn. Það má segja að fundirnir hafi slegið í gegn en þeir voru allan síðasta vetur. Mjög vönduð dagskrá er framundan í vetur og fyrsti gesturinn verður bæjarstjóri Vestmannaeyja, Elliði Vignisson. Fundurinn hefst klukkan 11:00 í Ásgarði og að vanda er kaffi og með því. Við hvetjum bæjarbúa til að koma á þessa bráðskemmtilegu fundi og fræðast um hin ýmislegu málefni. Margt hefur borið á góma undanfarnar vikur er varðar Vestmannaeyja og tilvalið og koma og spurja bæjarstjórann út í þau málefni.