Hermann Hreiðarsson í viðræðum við Portsmouth um nýjan samning. Sú staða hefur verið í nokkuð langan tíma án þess að gengið hafi verið frá neinu. Hermann segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann vilji helst vera áfram og taka þátt í að rífa félagið upp á ný.Morgunblaðið spurði Ólaf Garðarsson umboðsmann, sem sér um mál Hermanns, hvort ekki væri komið að því að skrifa undir á allra næstu dögum.