Dæluskipið Perlan hóf dýpkun við Landeyjahöfn á laugardag eftir viku lokun í Landeyjahöfn. Ölduhæð var yfir einn metra á sunnudag, mánudag og þriðjudag, en skipið hóf á ný dýpkun við höfnina snemma á miðvikudagsmorgun. Aðstæður til dælingar voru ágætar og veðurspá gerir ráð fyrir fínu veðri um helgina. Ýmsar spurningar hafa vaknað í sambandi við hreinsun Landeyjahafnar og hvort þar þurfi ekki að vera dæluskip til staðar en við Vestmanneyjahöfn var dæluskip frá því á fjórða tug síðustu aldar þar til fyrir nokkrum árum.