Í hálfleik í leik ÍBV og Stjörnunnar var undirritaður nýr fimm ára samningur milli Ölgerðarinnar og ÍBV-íþróttafélags. Samstarfið hefur varað í átta ár en Ölgerðin er stærsti styrktaraðili félagsins. Þótt enn séu tvö ár eftir af núgildandi samningi, var vilji beggja aðila til að framlengja samningnum á þessum tímapunkti.