Bæjarstjórn Vestmannaeyja fór yfir samgöngumál Vestmannaeyja á fundi sínum á fimmtudaginn. Farið var yfir málefni Landeyjahafnar og bókun samþykkt samhljóða þar sem m.a. var ítrekað að þjóðvegurinn til Vestmannaeyja mætti ekki rofna. „Í ljósi þess að líkur eru til að vandkvæði við Landeyjahöfn verði nokkur fyrsta árið hvetur bæjarstjórn mjög eindregið til þess að flugrekstraraðilar sem þjónusta Vestmannaeyjar fái aukna aðstoð á meðan,“ segir ennfremur í bókuninni sem má lesa í heild sinni hér að neðan.