Í hádeginu í dag var árlegur kynningafundur vegna handboltatímabilsins sem hefst um næstu helgi. Hápunktur fundarins er þegar spár formanna, fyrirliða og þjálfara fyrir veturinn eru gerðar opinberar. Karlalið ÍBV leikur í 1. deild en liðinu er spáð góðu gengi í vetur og telja fyrrnefndir aðilar að Eyjamenn eigi eftir að lenda í 2. sæti. Kvennaliði ÍBV, sem leikur í fyrsta sinn í úrvalsdeild í langan tíma er spáð 8. sæti af tíu liðum. Spárnar má sjá hér að neðan en bæði karla- og kvennalið ÍBV byrja á útileikjum um næstu helgi.