Bæjarráð Vestmannaeyja kom saman í hádeginu en eina fundarefnið var lokun Landeyjahafnar. Bæjarráð vill að allra leiða verði leitað við að opna Landeyjahöfn aftur sem fyrst og minnir á að framkvæmdin var 600 milljón krónum ódýrari og því borð fyrir báru varðandi lokafrágang hafnarinnar. Þá vill bæjarráð að tafarlaust verði ráðist í að hanna og smíða nýtt skip sem henti nýju höfninni. Þá vill bæjarráð að þjónusta og áætlun þegar Herjólfur siglir til Þorlákshafnar, sé í samræmi við þá siglingaleið. Afgreiðslu bæjarráðs má sjá í heild sinni hér að neðan.