Eins og flestum ætti að vera kunnugt um fór fram í gær atkvæðagreiðsla á Alþingi hvort sækja ætti fjóra ráðherra til saka fyrir Landsdómi. Geir H. Haarde var sá eini sem ákveðið var að kæra en fjórir af tíu þingmönnum Suðurkjördæmis vildu kæra alla fjóra ráðherrana. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vildu ekki kæra neinn af ráðherrunum. Af stjórnarliðum í þingmannaliði Suðurkjördæmis vildu þau Róbert Marshall og Anna Margrét Guðjónsdóttir, sem er varamaður Björgvins G. Sigurðssonar, ekki kæra neinn af ráðherrunum.