Laugardagskvöldið 6. nóvember mun hláturinn ráða ríkjum í Eyjum en þá mætir á svæðið landslið grínara til að skemmta okkur Eyjamönnum. Þarna eru allir vinsælustu grínistar landsins og lofa þeir frábærri skemmtun. Þetta er í annað sinn sem Björgvin Rúnars setur svona kvöld upp en í fyrra var fullt út úr dyrum í Höllinni og frábær stemning þar sem sumir hreinlega pissuðu í sig úr hlátri.