Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, harma að 33 alþingismenn hafi í gær ákveðið að draga Geir H. Haarde fyrir landsdóm vegna meintra brota gegn ráðherraábyrgð. Geir er gefið að sök að hafa sýnt af sér glæpsamlega vanrækslu fyrir að hafa ekki gripið til einhverra óskilgreindra aðgerða sem koma hefðu átt í veg fyrir hrun íslenska bankakerfisins, án þess að nokkur maður hafi getað bent á nákvæmlega hvað það var sem hann á að hafa vanrækt að gera. Það töldu 33 þingmenn næga ástæðu til þess að draga forsætisráðherrann fyrrverandi fyrir dóm.