Heimir Hallgrímsson, þjálfari knattspyrnuliðs ÍBV er besti þjálfari Pepsí-deildarinnar að mati leikmanna. Þetta kemur fram í könnun sem Fótbolti.net gerði meðal leikmanna deildarinnar dagana 6.-12. september. Heimir hlaut 33% atkvæða en annar varð Ólafur Kristjánsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks en hann fékk 27% atkvæða og voru þeir tveir í nokkrum sérflokki.