Sala á Bleiku slaufunni hófst um land allt í morgun, föstudaginn 1. október en Bleika slaufan er árverkni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands. Bleiki liturinn var því allsráðandi í Eyjum, Ráðhús Vestmannaeyja, sem er ein fallegasta bygging landsins, var lýst upp með bleikum ljósum og starfsfólk pósthússins klæddist bleiku í morgun en bleika slaufan verður til sölu þar, og í versluninni Lyf og heilsa en þar var fyrsta slaufan seld í gær.