James Hurst, Andri Ólafsson og Tryggvi Guðmundsson eru allir í úrvalsliði Morgunblaðsins eftir sumarið. Andri er í úrvalsliðinu annað árið í röð en auk þeirra þriggja, er Albert Sævarsson varamarkvörður úrvalsliðsins. Úrvalsliðið er byggt á einkunargjöf Morgunblaðsins, M-unum svokölluðu og eftir því hversu oft viðkomandi leikmaður er valinn í lið umferðarinnar. Þannig varð t.d. Albert Sævarsson í öðru sæti í einkunargjöf Morgunblaðsins með 18 M en Ingvar Þór Kale, markvörður Breiðabliks var með 16. Ingvar var hins vegar sex sinnum í liði umferðarinnar en Albert aðeins þrisvar og því tekur Ingvar sæti í úrvalsliði mótsins en Albert er á bekknum.