Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum, skoraði eitt marka Fredrikstad þegar liðið vann Sandnes Ulf, 3:1, í norsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Gunnar Heiðar kom Fredrikstad í 2:0 í seinni hálfleiknum og lið hans bætti við marki áður en Allan Borgvardt, fyrrum leikmaður FH, minnkaði muninn fyrir Sandnes Ulf.