Vísir.is fullyrðir að Gunnar Heiðar Þorvaldsson verði aftur valinn í íslenska karlalandsliðið sem mætir Portúgölum 12. október næstkomandi. Eins og frægt er orðið, ákvað KSÍ að leggja áherslu á leiki U-21 árs og eru leikmenn liðsins því ekki gjaldgengir í A-landsliðið. Gunnar Heiðar leikur nú í norsku b-deildinni með Fredrikstad en lék síðast með landsliðinu gegn Aserbaídsjan 20. ágúst 2008.