„Ef ekki verður byggð stúka við Hásteinsvöll sem uppfyllir kröfur knattspyrnuráðs á næsta ári mun meistaraflokkur ÍBV ekki spila sína heimaleiki í Vestmannaeyjum sumarið 2012,“ sagði Páll Scheving, bæjarfulltrúi og formaður þjóðhátíðarnefndar ÍBV, á lokahófi knattspyrnunnar á laugardagskvöldið. „Við höfum verið á undanþágu frá árinu 2003 en nú er komið að því að ekki verður um frekari frest að ræða,“ bætti Páll við. Hann sagði að áætlaður kostnaður væri í kringum 45 milljónir og er þá gert ráð fyrir 800 sæta stúku sunnan við Hásteinsvöll.