Síðasta vetur hélt hljómsveitin Obbó-Sí mánaðarlega tónleika á Kaffi Kró við smábátahöfnina. Tónleikarnir voru fyrsta fimmtudag hvers mánaðar en þráðurinn var tekinn upp að nýju í gær og munu tónleikarnir verða mánaðarlega sem fyrr. Textum laganna er varpað upp á skjá á tónleikunum og þannig gestir tónleikanna eigi auðveldara með að taka undir.