Kvennalið ÍBV vann góðan útisigur á ÍR í N1-deildinni í dag. Lokatölur urðu 20:25 eftir að staðan í hálfleik var 10:10. Þetta er annars sigur stelpnanna í röð en í fyrsta leik töpuðu þær gegn Fylki á útivelli, unnu svo Gróttu á heimavelli og nú ÍR á útivelli. ÍBV er í fimmta sæti deildarinnar með fjögur stig ásamt Val og Stjörnunni en efst eru Fylkir og Fram með sex stig, eða fullt hús stiga. Valur á reyndar leik til góða.