Nú rétt fyrir hádegi voru opnuð tilboð í viðhaldskýpkun Landeyjahafnar. Alls bárust tilboð frá sex fyrirtækjum, þar af tveimur innlendum. Kosntaðaráætlun hönnuða hljóðaði upp á 245,5 milljónir íslenskra króna en öll tilboðin sem bárust voru talsvert yfir þeirri upphæð. Lægsta tilboðið átti Íslenska Gámafélagið upp á 325,8 milljónir króna en Björgun ehf, skilaði inn frávikstilboði upp á 332,2 milljónir króna. Hæsta tilboðið var hins vegar frá Belgíu upp á 1.204,6 milljónir ísl. króna.