Reyna að blekkja lögreglu með röngum skoðunarmiðum
25. október, 2010
Það var í mörg horn að líta hjá lögreglunni í vikunni sem leið og um helgina. Enn og aftur var haft afskipti af ökumönnum grunuðum um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna enda hefur orðið töluverð fjölgun í þessum málaflokki á árinu. Nokkur erill var í kringum skemmtistaði bæjarins um helgina og eitthvað um pústra án þess þó að kærur liggi fyrir. Að vanda þurfti lögreglan að aðstoða fólk til síns heima sökum ölvunarástands þess.