Fimm ökumenn teknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna
1. nóvember, 2010
Það voru ýmis verkefni sem komu inn á borð lögreglu í vikunni en engin alvarleg mál sem upp komu. Helgin fór ágætlega fram og fá útköll í tengslum við skemmtanahald helgarinnar. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um að hann væri undir áhrifum ávana- og fíkniefnum við aksturinn. Er þetta fimmti ökumaðurinn á einni viku sem stöðvaður er vegna gruns um fíkniefnaakstur.