Nú er komið að enn einu konukvöldi Volare en þetta er fjórða árið í röð sem slíkt kvöld er haldið. Að þessu sinni verður konukvöld Volare í verslun fyrirtækisins að Vesturvegi 10 fimmtudaginn 4. nóvember frá kl. 20-22. Eins og áður verður margt um að vera. Boðið verður upp á kynningu á Volare, og munu þær Lilja Dóra Hjörleifsdóttir og Fjóla Jónsdóttir sjá um að dekra við konurnar. Þá mun Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir kynna Böddabita, spennandi kynning verður frá heildverslun Karls Kristmanns og tískusýning, bæði fyrir börn frá Barnaborg og fyrir fullorðna frá Jazz.