„Þetta er ekkert annað en fyrirhugaður skattur á landsbyggðina sem mun veikja sjávarútveginn og þau byggðarlög sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi og þar með gera lífskjörin verri í landinu enda virðist það vera einlægur ásetningur ráðherrans og ríkisstjórnarinnar. Við verðum samt að vona að skynsemin muni á endanum ná yfirhendinni hjá þeim sem stjórna landinu á þessum erfiðu tímum,“ sagði Stefán Friðriksson, framkvæmdastóri Ísfélagins, þegar leitað var eftir viðbrögðum hjá honum við hugmyndum ráðherra um að selja aukningu í kvóta til annarra.