Í tilkynningu frá Eimskip kemur fram að Herjólfur muni ekki sigla til Landeyjahafnar 10:30 og frá Landeyjahöfn 12:30. Veður í Vestmannaeyjum þessa stundina er mjög gott en á Stórhöfða er meðalvindhraði 3 metra á sekúndu. Guðlaugur Ólafsson, skipstjóri á Herjólfi segir hins vegar að talsverð ölduhæð sé við Landeyjahöfn og í hádeginu er fjara. Því hafi hann tekið þá ákvörðun að sigla ekki en gert er ráð fyrir að Herjólfur sigli samkvæmt áætlun síðdegis. Skipið sigldi fyrstu ferð í morgun.