Eyjamenn eru ósáttir við dómgæsluna í lokakafla viðureignar ÍBV og HK í N1 deild kvenna um síðustu helgi. ÍBV hafði af miklu harðfylgi snúið nánast töpuðum leik í jafnan og spennandi leik og voru yfir 27:26 þegar rétt um mínúta var eftir. Hornamaður HK fór inn úr horninu í næstu sókn gestanna en Renata Horvath, leikmaður ÍBV var dæmd brotleg þannig að HK fékk víti og Renata tveggja mínútna brottvísun. Brotið leit sakleysislega út en í kjölfarið fékk Renata að líta rauða spjaldið fyrir heldur litlar sakir. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.