Fyrir margt löngu var ég staddur á Hásteinsvelli og fylgdist með eyjamönnum taka á móti Val. Nístingsrok og kuldi gerði að verkum að áhorfendur sátu kyrrir í bílum sínum í ofanbrekkunni. Opnaði ég rúðuna og hvatti mína menn, þ.e.a.s. valsmenn. Var ég strax litinn óhýru auga og mætti bendingum og bauli. Þegar staðan var orðin 3-0, eyjamönnum í vil, vildi ég komast burt og keyrði af stað. Óku menn þá í veg fyrir bílinn og mátti ég dúsa í ofanbrekkunni unz niðurlægingunni lauk.