Norræna skjaladaginn ber í ár upp á laugardaginn 13. nóvember. Að þessu sinni er þema skjaladagsins Veður og veðurfar sem er sameiginlegt norrænt þema. En opinberu skjalasöfnin á Norðurlöndunum hafa kynnt starfsemi sína með árlegum kynningardegi, annan laugardag í nóvember, síðan árið 2001, og norræni skjaladagurinn er því tíu ára á þessu ári.