Eyjamenn munu á morgun laugardag leika gegn Víkingum í 1.deild karla, leikurinn fer fram klukkan 13:00. ÍBV er sem stendur í efsta sæti deildarinnar með 10 stig (4 sigrar-2 jafntefli- 0 töp) og ætlunin er að vera þar eftir þennan leik. Víkingar eiga sér glæsta sögu í íslenskum handknattleik. Á áttunda áratugnum voru þeir sannkallað stórveldi og voru þá Íslandsmeistarar árin 1980,81,82,83,86 og 87 og bikarmeistarar 83,84,85 og 86.