Lögreglan í Vestmannaeyjum beinir þeim tilmælum til ökumanna að aka ekki inn á slysavettvang nema með leyfi lögreglu. Þessi tilmæli gefur hún eftir umferðaróhapp á gatnamótum Faxastígs og Heiðarvegar fyrir tæpri viku síðan. Dæmi voru um að bifreiðum var ekið inn á slysavettvang meðan lögreglan var við störf þar. „Það gefur auga leið að meðan unnið er á vettvangi slyss, þá er ekki hægt að óviðkomandi séu að aka þar um og valda þannig hugsanlegri slysahættu og spilla vettvangi,“ segir í dagbókarfærslu lögreglunnar.