Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar í dag þar sem óvissa er hvort hægt verði að sigla til Landeyjahafnar. Ferðin til Þorlákshafnar verður farin 15:15 frá Vestmannaeyjum og frá Þorlákshöfn klukkan 18:45. Ekkert verður því siglt til Landeyjahafnar í dag en þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip.