„Bæjarstjórn sem slík hefur ekki fjallað sérstaklega um stöðuna hjá Fasteign. Á sínum tíma var bæjarstjórn klofin í afstöðu sinni til inngöngu Vestmannaeyjabæjar í félagið. Við sjálfstæðismenn vorum mjög andvígir samningum við Fasteign hf. og töldum þá slæman kost, en V- listi og B-listi töldu inngöngu hins vegar góðan kost. Þar sem V og B mynduðu meirihluta á þeim tíma varð það úr að Vestmannaeyjabær seldi 9 fasteignir inn í félagið og gerði um þær leigusamning til 30 ára,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri, þegar hann var spurður um afstöðu bæjarstjórnar til Fasteignar sem er í mjög erfiðri stöðu.