Í dag er rétt tæp vika þar til kosið verður til stjórnlagaþings. Þrátt fyrir að ýmsir fjölmiðlar vilji gera lítið úr stjórnlagaþinginu og kosningum til þess er þessi tilraun engu að síður merkileg fyrir margar sakir. Í fyrsta skipti fær þjóðin með beinum hætti að taka þátt í því að móta nýja stjórnarskrá. Tækifærið er því einstakt.