Karlalið ÍBV er á hraðri leið inn í úrslitakeppni 2. deildar en Eyjamenn lögðu Álftanes að velli í annað sinn á eini viku um helgina. ÍBV vann Álftanes fyrir rúmri viku í Eyjum en liðin mættust að nýju á heimavelli Álftnesinga á föstudaginn. Þar hafði ÍBV betur, 63:78 en Eyjamenn eru í þriðja sæti B-riðils, hafa aðeins tapað einum leik og af tíu. Í öðru sæti er Reynir Sandgerði, sem hefur unnið tíu leiki af tólf en þessi tvö lið mætast einmitt í Eyjum næstkomandi sunnudag en með sigri geta Eyjamenn komist upp að hlið Reyni.