Lögreglan hefur upplýst innbrotið í Gullbúðina við Vestmannabraut sem tilkynnt var að morgni gamlársdags 2010. Einn aðili var handtekinn við rannsókn málsins, grunaður um verknaðinn. Þýfið úr innbrotinu, sem metið var á hundruð þúsunda er að mestu endurheimt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.